Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 10. október 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bikarúrslit í Katar: Heimir gegn Xavi
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Það er stórleikur í Katar í dag þegar Al Arabi mætir Al Sadd í bikarúrslitaleik.

Leikurinn hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma.

Al Arabi er Íslendingafélagið í Katar. Heimir Hallgrímsson er þjálfari liðsins og Aron Einar Gunnarsson leikur með liðinu. Hann verður hins vegar ekki með í dag þar sem hann er á Íslandi í landsliðsverkefni.

Þjálfari Al Sadd er enginn annar en Xavi, fyrrum miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins.

Þess má geta að Al Arabi hefur aldrei unnið þessa keppni frá stofnun hennar árið 2009.

Athugasemdir