Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. október 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vill að það verði kannað hvort Solbakken vilji starf Lagerback
Stale Solbakken.
Stale Solbakken.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback er í heitu sæti þessa stundina sem landsliðsþjálfari Noregs.

Þessi fyrrum landsliðsþjálfari Íslands hefur legið undir mikilli gagnrýni eftir tap Noregs gegn Serbíu í undanúrslitum umspilsins fyrir Evrópumótið næsta sumar. Noregur verður ekki ein af þáttökuþjóðum mótsins.

Segja má að sæti Lagerback hafi orðið enn heitara í dag eftir að Stale Solbakken var rekinn frá FC Kaupmannahöfn í Danmörku.

Ståle er 52 ára Norðmaður sem var á sínu öðru skeiði sem þjálfari FCK. Hann stýrði liðinu fyrst á árunum 2006-2011 og eftir að hafa prófað að þjálfa FC Köln og Wolves þá sneri hann aftur 2013.

Jesper Mathisen, fyrrum leikmaður sem starfar nú sem sérfræðingur í norsku sjónvarpi, fór beint á Twitter eftir að Solbakken var rekinn frá FCK.

„Verður hann næsti landsliðsþjálfari Noregs? Norska knattspyrnusambandið ætti alla vega að heyra í honum," skrifaði Mathisen.
Athugasemdir
banner
banner