Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 10. október 2021 06:00
Victor Pálsson
Hazard og Lukaku ekki með Belgum
Mynd: EPA
Þeir Eden Hazard og Romelu Lukaku spila ekki með Belgum síðar í dag í leik gegn Ítölum í Þjóðadeildinni.

Báðir leikmennirnir hafa verið sendir heim en þeir eru að glíma við smávægileg meiðsli að sögn Roberto Martinez, landsliðsþjálfara.

Hazard og Lukaku spiluðu báðir undanúrslit gegn Frökkum fyrir helgi þar sem Belgar töpuðu með þremur mörkum gegn tveimur.

Leikurinn við Ítalíu er um þriðja sætið í Þjóðadeildinni en úrslitaleikurinn fer svo fram síðar um kvöldið er Spánn og Frakkland mætast.

Hazard er farinn aftur heim til Spánar og er Lukaku farinn til London. Hazard leikur með Real Madrid og Lukaku með Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner