Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   sun 10. október 2021 10:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikið slúðrað um Newcastle - Liverpool vill Dembele
Powerade
Þá er komið að slúðrinu á þessum sunnudegi. Það er mikið slúðrað um Newcastle í kjölfarið á eigendaskiptum félagsins.



Newcastle er að hugsa um að kaupa miðvörðinn Kalidou Koulibaly (30) frá Napoli. Hann er hugsaður sem fyrstu stóru kaupin eftir eigendaskiptin. (Football Insider)

James Tarkowski (28), miðvörður Burnley, gæti einnig verið einn af fyrstu leikmönnunum sem Newcastle kaupir eftir eigendaskiptin. Newcastle hefur einnig rætt um Jesse Lingard (28), leikmann Manchester United. Hann verður samningslaus næsta sumar. (Sunday Telegraph)

Newcastle hefur einnig áhuga á Mauro Icardi (28), sóknarmanni Paris Saint-Germain. Ítalska stórveldið Juventus er einnig með augastað á honum. (Calciomercato)

Nýir eigendur Newcastle ætla að reka Steve Bruce í vikunni. (Sunday Mirror)

Graeme Jones, sem er í þjálfarateyminu hjá Bruce, mun líklega stýra Newcastle í næsta leik gegn Tottenham. Hann er einnig í þjálfarateymi enska landsliðsins. Graham Potter, stjóri Brighton, er á meðal þeirra sem koma til greina til að taka við af Bruce. (Star on Sunday)

Leonardo, sem er yfirmaður íþróttamála hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi, er enn vongóður um að halda Kylian Mbappe (22) hjá félaginu. Hann segir að það eigi að refsa Real Madrid fyrir að tala opinberlega um Real Madrid undanfarin ár. (Mail on Sunday)

Juventus mun eiga möguleika á að fá Paul Pogba (28) frá Manchester United næsta sumar á frjálsri sölu. Ítalska félagið þarf þó að selja tvo leikmenn til þess að eiga efni á Pogba. (La Gazzetta dello Sport)

Liverpool er að plana að fá Ousmane Dembele (24), kantmann Barcelona, á frjálsri sölu næsta sumar. (Teamtalk)

Leeds er komið langt í viðræðum við enska landsliðsmanninn Kalvin Phillips (25) um nýjan samning. (Football Insider)

Manchester United er að plana að hefja viðræður við fyrirliðann Harry Maguire (28) um nýjan samning. (Sunday Mirror)

Inter er að skoða að kaupa sóknarmann í janúar. Alexandre Lacazette (30) og Luka Jovic (23) hjá Real Madrid eru á óskalistanum. (La Gazzetta dello Sport)

Sevilla fylgist með Ben Brereton (22), sóknarmanni Blackburn á Englandi, í ljósi þess að sóknarmaður þeirra, Youssef En-Nesyri (24) er orðaður við Arsenal og Tottenham. (TeamTalk)
Athugasemdir
banner