Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
banner
   mán 10. október 2022 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Líklegt byrjunarlið Íslands - Verður fyrirliðinn leikfær?
Icelandair
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er gríðarlega mikilvægur leikur framundan.
Það er gríðarlega mikilvægur leikur framundan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun spilar Ísland gríðarlega mikilvægan leik við Portúgal í umspilinu fyrir HM.

Þetta er hreinn úrslitaleikur þar sem sigurliðið kemur til með að vinna sér sæti á HM sem fram fer á næsta ári - eða þá inn í annað umspil sem fram fer í Nýja-Sjálandi í febrúar á næsta ári.

Stærsta spurningin fyrir leikinn er svohljóðandi: Byrjar landsliðsfyrirliðinn?

Sara Björk Gunnarsdóttir er að glíma við veikindi og var ekki með á æfingu í dag.

Við spáum því samt að hún muni byrja þennan mikilvæga leik. Hún er gríðarlega mikilvæg fyrir liðið og þá sérstaklega í svona leik þar sem allt er undir. Það verður mikil pressa og Sara getur hjálpað liðinu gríðarlega við það að yfirstíga hana.

Sara er mikill harðjaxl og sleppir ekki svona leik nema um eitthvað mjög alvarlegt sé að ræða. Ef hún verður ekki með, þá eru þessi veikindi ekki smávægileg. Það er alveg ljóst.



Við teljum að það verði ein breyting gerð frá leiknum gegn Hollandi í síðasta mánuði. Agla María Albertsdóttir er búin að ná sér af meiðslum og við giskum á að hún komi inn fyrir Svövu Rós Guðmundsdóttur sem byrjaði í Utrecht.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 17:00 á morgun. Þá ræðst - að öllum líkindum - hvort Íslandi fari á HM í fyrsta sinn eða ekki.
Athugasemdir
banner
banner
banner