Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
banner
   fös 10. október 2025 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Skilur við Tindastól með trega - „Maður vill ekki skilja við liðið á þannig stað"
Kvenaboltinn
'Ég held að það séu miklar forsendur fyrir því að það sé hægt að vinna gott starf hérna áfram eins og undanfarin ár'
'Ég held að það séu miklar forsendur fyrir því að það sé hægt að vinna gott starf hérna áfram eins og undanfarin ár'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Held ég sé búinn að skila af mér góðu starfi í gegnum tíðina hér, finnst ég hafa gert mitt svolítið vel'
'Held ég sé búinn að skila af mér góðu starfi í gegnum tíðina hér, finnst ég hafa gert mitt svolítið vel'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brookelynn Entz var mjög öflug með Grindavík/Njarðví í sumar, hjálpaði liðinu upp í Bestu deildina og var valin í lið ársins.
Brookelynn Entz var mjög öflug með Grindavík/Njarðví í sumar, hjálpaði liðinu upp í Bestu deildina og var valin í lið ársins.
Mynd: Grindavík
'Núna vorum við með fjóra erlenda en höfum alltaf verið með að lágmarki fimm og bætt svo við okkur í glugganum'
'Núna vorum við með fjóra erlenda en höfum alltaf verið með að lágmarki fimm og bætt svo við okkur í glugganum'
Mynd: Sigurður Ingi Pálsson
Halldór Jón Sigurðsson, Donni, ákvað í haust að söðla um og fara í annað starf eftir að hafa þjálfað Tindastól undanfarin ár. Hann var í gær tilkynntur sem nýr þjálfari U19 ára landsliðs kvenna.

Donni hóf þjálfaraferilinn árið 2011 sem þjálfari sameinaðs karlaliðs Tindastóls/Hvatar. Hann fór næst til Akureyrar þar sem hann þjálfaði fyrst Þór og svo Þór/KA. Hann sneri svo aftur á Krókinn árið 2022 eftir að hafa þjálfað drengjalið Örgryte í Svíþjóð.

Fótbolti.net ræddi við hann um Tindastól og tímabilið 2025.

Hægt að vinna gott starf áfram á Króknum
Hvernig er að yfirgefa Tindastól?

„Það er skrítið og sérstakt, það verður mjög skrítið að fara ekki á æfingu í næstu viku. Ég er búinn að þjálfa yfir 200 leiki hjá meistaraflokkum Tindastóls, karla og kvenna, deild og bikar, og ég held ég sé búinn að skila af mér góðu starfi í gegnum tíðina hér, finnst ég hafa gert mitt svolítið vel. Ég er ótrúlega þakklátur öllum sem ég hef unnið með, öllum leikmönnum og þjálfurum. Ég skil alveg við með pínu trega því við vorum að falla og maður vill ekki skilja við liðið á þannig stað. Ég er fyrst og fremst að taka að mér þetta starf hjá KSÍ fyrir mig fyrst ég fæ tækifærið núna. Tindastóll finnur alltaf góðan þjálfara, það eru flottir leikmenn í liðinu, góður kjarni, og ég held að það séu miklar forsendur fyrir því að það sé hægt að vinna gott starf hérna áfram eins og undanfarin ár," segir Donni.

Tindastóll endar í næstneðsta sæti Bestu deildarinnar, lokaleikur tímabilsins verður á Sauðárkróki á laugardag þegar FHL kemur í heimsókn.

Hefðu þurft meiri styrkingu
Hver er ástæðan fyrir því að Tindastóll fellur úr Bestu deildinni?

„Þetta gekk ekki upp í sumar, við fengum alveg fínar styrkingar, en hefðum klárlega þurft að fá einn eða tvo erlendan leikmann í viðbót, eins og við höfum fengið undanfarin ár. Núna vorum við með fjóra erlenda en höfum alltaf verið með að lágmarki fimm og bætt svo við okkur í glugganum."

„Við fengum það ekki núna, gekk ekki upp. Svo voru of margir leikir sem duttu í hina áttina, jafnteflisleikir sem hefðu getað dottið í sigur og meira að segja einn eða tveir niður í tap þar sem við vorum með sigurleik í höndunum. Ég trúi því að oftast gerist það sem eigi að gerast, það var bara kominn tími einhvern veginn á að þetta myndi ekki detta fyrir okkur núna og við fengum ekki þær viðbætur sem við þurftum. Það er aðallega samspil þessara tveggja þátta."


Hefði gert mikið að fá Brookelynn
Er svekkjandi að ná ekki í þessar styrkingar? Þú nefndir það eftir gluggalok að þú varst kominn með leikmann í sumarglugganum en Brookelynn Entz fékk ekki leikheimild.

„Það var gríðarlega svekkjandi því ég held að hún hefði verið gríðarlega stórt púsl sem hefði klárlega bætt okkur mikið, ekki bara á vellinum, því hún er frábær karakter og manneskja. Það hefði verið rosalega stórt að landa henni, við þurftum svo sannarlega á henni að halda verandi nýbúin að missa Snæfríði frá okkur en hún hafði verið í stóru hlutverki. Það skipti klárlega máli, ég ætla ekki að segja að við höfum fallið út af því, en það skipti miklu máli."

„Heilt yfir hefði ég viljað að við hefðum getað gert aðeins betur, en ég ætla samt alls ekki að lasta stjórnina, þau reyndu eins og þau gátu og það bara gekk ekki. Stundum er það bara þannig og maður skilur það. Við náðum ekki að hafa eins stóran hóp og við hefðum þurft,"
segir Donni.
Athugasemdir
banner