Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   fim 14. ágúst 2025 22:41
Snæbjört Pálsdóttir
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Kvenaboltinn
Donni þjálfari Tindastóls
Donni þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tindastóll stal stigi á Sauðárkróksvelli í kvöld gegn Þrótti þegar þær náðu að jafna leikinn á 90. mínútu leiksins. 

Spurður um leikinn svaraði Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari liðsins: „Ótrúlega stoltur af stelpunum, voru svo frábærar og hérna, gerðu þessi svona grunngildi sem eru í fótbolta og öðrum íþróttum yfir höfuð að berjast og leggja sig fram og bara gefa allt í þetta. Þær voru algjörlega frábærar þar og til fyrirmyndar og ég er bara svo stoltur af þeim svona heilt yfir með þennan leik.“


Lestu um leikinn: Tindastóll 1 -  1 Þróttur R.

Mikla athygli vakti að Brookelynn Paige Entz, fyrrum leikmaður Grindavíkur/Njarðvíkur í Lengjudeildinni var skráð í liðsstjórn hjá Tindastól á skýrslunni aðspurður hvort hann væri með einhverjar sögur af því svaraði Donni:

„Já ég er með þær svo sannarlega, það var þannig að við fengum til okkar Brookelynn Entz og hérna og Grindavík frábærir félagar okkar þeir, það var allt komið frá þeim og allir pappírar frá okkur, búið að skila öllu inn til knattspyrnusambandsins á mánudegi en mér skilst að þetta strandi á einhverjum stimpli frá Útlendingastofnun til Vinnumálastofnunar ef ég skil þetta rétt.“

„Þannig að þetta strandi á einhverri ríkisstofnun og að við getum ekki fengið leikmann sem er mættur á staðinn og búinn að æfa og kominn í gír sem er nottlega algjörlega sorglegt að þetta skuli taka svona langan tíma og þetta er eitthvað sem þarf að skoða, þetta er bara algjör fásinna og ef við erum alveg hreinskilin hérna ég og þú þá mundi þetta líklega ekki tíðkast, mögulega í karlaboltanum og mögulega í öðrum íþróttum sem við þekkjum ágætlega hérna á Sauðárkróki til dæmis.“

Leikmannahópur Tindastóls er ekki stór og lítið má útaf bregða, tveir leikmenn í byrjunarliðinu í kvöld mega ekki spila í næsta leik, Guðrún Þóra er á láni frá Breiðablik og Hrafnhildur Salka verður í banni í eftir að hafa fengið 4 gula spjaldið í kvöld. Spurður út í það: 

„Jú ég er bara spenntur og það hérna fá bara aðrar tækifæri, það komu hérna inn tveir leikmenn i dag sem hafa ekki mikið verið að spila í sumar og stóðu sig vel og við hérna vonumst til þess að þær æfi svo bara vel í vikunni fram að næsta leik og taki þá bara sín hlutverk sem þær fá.“


Athugasemdir
banner