Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   fim 14. ágúst 2025 22:41
Snæbjört Pálsdóttir
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Kvenaboltinn
Donni þjálfari Tindastóls
Donni þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tindastóll stal stigi á Sauðárkróksvelli í kvöld gegn Þrótti þegar þær náðu að jafna leikinn á 90. mínútu leiksins. 

Spurður um leikinn svaraði Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari liðsins: „Ótrúlega stoltur af stelpunum, voru svo frábærar og hérna, gerðu þessi svona grunngildi sem eru í fótbolta og öðrum íþróttum yfir höfuð að berjast og leggja sig fram og bara gefa allt í þetta. Þær voru algjörlega frábærar þar og til fyrirmyndar og ég er bara svo stoltur af þeim svona heilt yfir með þennan leik.“


Lestu um leikinn: Tindastóll 1 -  1 Þróttur R.

Mikla athygli vakti að Brookelynn Paige Entz, fyrrum leikmaður Grindavíkur/Njarðvíkur í Lengjudeildinni var skráð í liðsstjórn hjá Tindastól á skýrslunni aðspurður hvort hann væri með einhverjar sögur af því svaraði Donni:

„Já ég er með þær svo sannarlega, það var þannig að við fengum til okkar Brookelynn Entz og hérna og Grindavík frábærir félagar okkar þeir, það var allt komið frá þeim og allir pappírar frá okkur, búið að skila öllu inn til knattspyrnusambandsins á mánudegi en mér skilst að þetta strandi á einhverjum stimpli frá Útlendingastofnun til Vinnumálastofnunar ef ég skil þetta rétt.“

„Þannig að þetta strandi á einhverri ríkisstofnun og að við getum ekki fengið leikmann sem er mættur á staðinn og búinn að æfa og kominn í gír sem er nottlega algjörlega sorglegt að þetta skuli taka svona langan tíma og þetta er eitthvað sem þarf að skoða, þetta er bara algjör fásinna og ef við erum alveg hreinskilin hérna ég og þú þá mundi þetta líklega ekki tíðkast, mögulega í karlaboltanum og mögulega í öðrum íþróttum sem við þekkjum ágætlega hérna á Sauðárkróki til dæmis.“

Leikmannahópur Tindastóls er ekki stór og lítið má útaf bregða, tveir leikmenn í byrjunarliðinu í kvöld mega ekki spila í næsta leik, Guðrún Þóra er á láni frá Breiðablik og Hrafnhildur Salka verður í banni í eftir að hafa fengið 4 gula spjaldið í kvöld. Spurður út í það: 

„Jú ég er bara spenntur og það hérna fá bara aðrar tækifæri, það komu hérna inn tveir leikmenn i dag sem hafa ekki mikið verið að spila í sumar og stóðu sig vel og við hérna vonumst til þess að þær æfi svo bara vel í vikunni fram að næsta leik og taki þá bara sín hlutverk sem þær fá.“


Athugasemdir
banner
banner