 
                                                                                            
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                Valur Gunnarsson sérfræðingur Fótbolta.net er spenntur fyrir landsleik Íslands og Úkraínu í kvöld. Hann var á Ölveri þar sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnti byrjunarliðið og lýst vel á uppstillinguna.
Sævar Atli Magnússon kemur inn og er það líklegast stærsta fréttin í byrjunarliðinu. Sævar hefur farið með himinskautum með norska liðinu Brann.
„Þetta er spennandi. Hann er líklega heitasti leikmaðurinn okkar í félagsliðabolta. Sævar er taktískt sterkur, góður í pressu og varnarlega," segir Valur.
                                    
                
                                    Sævar Atli Magnússon kemur inn og er það líklegast stærsta fréttin í byrjunarliðinu. Sævar hefur farið með himinskautum með norska liðinu Brann.
„Þetta er spennandi. Hann er líklega heitasti leikmaðurinn okkar í félagsliðabolta. Sævar er taktískt sterkur, góður í pressu og varnarlega," segir Valur.
Ísak Bergmann og Hákon Arnar eru saman á miðjunni. Orkumikil tvenna.
„Þetta er spennandi þetta er létt miðja en tveir gaurar sem eiga að geta hlaupið og barist endalaust. Arnar vill hafa það þannig í heimaleikjunum."
Valur segist skynja góða stemingu meðal íslensku þjóðarinnar en mun fleiri voru á Ölveri fyrr leikinn en fyrir leikinn gegn Aserbaídsjan. Sjáðu spjallið við Val í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Landslið karla - HM 2026
		| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig | 
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Frakkland | 4 | 3 | 1 | 0 | 9 - 3 | +6 | 10 | 
| 2. Úkraína | 4 | 2 | 1 | 1 | 8 - 7 | +1 | 7 | 
| 3. Ísland | 4 | 1 | 1 | 2 | 11 - 9 | +2 | 4 | 
| 4. Aserbaísjan | 4 | 0 | 1 | 3 | 2 - 11 | -9 | 1 | 
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        



















 
         
     
                                 
             
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
        

