Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. nóvember 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Wolves vill fá Renato Sanches frá Lille
Renato Sanches í leik með Lille
Renato Sanches í leik með Lille
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Wolves á Englandi, hefur mikinn áhuga á því að fá Renato Sanches, miðjumann Lille í Frakklandi, en þetta kemur fram í ítalska miðlinum CalcioMercato.

Sanches er 23 ára gamall og hefur gengið í gegnum margt þrátt fyrir ungan aldur en hann ólst upp hjá Benfica þar sem hann þótti einn hæfileikaríkasti leikmaður heims.

Hann átti magnað tímabil með Benfica og var valinn í portúgalska landsliðið fyrir EM árið 2016. Hann kom þá við sögu í úrslitaleiknum gegn Frökkum sem Portúgal vann í framlengingu og varð hann um leið yngsti leikmaðurinn frá upphafi til að vinna úrslitaleik. Þá var hann valinn besti ungi leikmaður mótsins.

Þýska félagið Bayern München keypti hann fyrir 35 milljónir evra en hann náði sér aldrei á flug í Þýskalandi. Það gekk lítið upp hjá honum og ekki hjálpaði honum að senda hann í Swansea City í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2017-2018.

Lið sem var í miklu harki. Sanches náði ekki að fóta sig þar og mætti aftur til Bayern. Þýska félagið seldi hann til Lille í Frakklandi á síðasta ári og hefur hann gert afar góða hluti þar en liðið situr nú í 2. sæti frönsku deildarinnar.

Samkvæmt Calciomercato hefur Wolves mikinn áhuga á að fá Sanches í janúar. Joao Moutino er orðinn 34 ára gamall og þarf að endurnýja á miðjunni auk þess sem Sanches á ókláruð verkefni í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner