Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 10. desember 2019 13:30
Elvar Geir Magnússon
Mourinho vill Koulibaly til Tottenham
Tottenham gæti gert risatilboð í Kalidou Koulibaly en þessi 28 ára miðvörður Napoli er talinn í hópi bestu varnarmanna heims.

Jose Mourinho, nýr stjóri Tottenham, hefur lengi verið í hópi aðdáenda Koulibaly.

Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, viðurkenndi í viðtali á dögunum að það kæmi að þeim degi þar sem hann myndi neyðast til að selja hann.

De Laurentiis er þó ekki að fara að selja á neinu tombóluverði, sagt er að verðmiðinn sé 100 milljónir evra.

Koulibaly hefur meðal annars verið orðaður við Barcelona og Real Madrid.
Athugasemdir
banner