Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 10. desember 2023 10:40
Aksentije Milisic
Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
Powerade
Man Utd hefur áhuga.
Man Utd hefur áhuga.
Mynd: EPA
Hvað verður um Felix og Cancelo?
Hvað verður um Felix og Cancelo?
Mynd: Getty Images
Guirassy.
Guirassy.
Mynd: Getty Images
Lautaro.
Lautaro.
Mynd: EPA

Phillips, Openda, Johnstone, Buchanan, Brownhill, Cancelo, Felix og fleiri öflugir eru í slúðurpakka dagsins. BBC tók allt það helsta saman á þessum fína sunnudegi.
___________________________


Kalvin Phillips, 28 ára miðjumaður Manchester City, er efstur á óskalista Manchester United næsta sumar. (Sun)

Manchester United er að fylgjast með sóknarmanni RB Leipzig, Lois Openda (23) en félagið vill fá kappann til að fylla í skörð Jadon Sancho (23) og Anthony Martial (28). Mjög líklegt er að þessir tveir verði á útleið frá félaginu næsta sumar. (Mirror)

Newcastle United hefur áhuga á markmanni Crystal Palace, Sam Johnstone (30). (Star)

Manchester City hefur áhuga á Tajon Buchanan, 24 ára vængmanni Club Brugge. City mun þurfa að borga um 50 milljónir punda fyrir þennan kanadíska landsliðsmann. (Star)

Newcastle United ætlar sér að fá nokkra leikmenn á láni frá Sádí Arabísku deildinni í janúar mánuði. (Football Insider)

Wolves ætlar að reyna fá Josh Brownhill, 27 ára miðjumann Burnley í næsta mánuði. (Mirror)

Forseti Barcelona, Joan Laporta, mun funda á næstu dögum varðandi framtíð Joao Felix (24) og Joao Cancelo (29) hjá félaginu. Þeir eru á láni frá Atletico Madrid og Manchester City en ekki er ljóst hvort Barcelona muni kaupa þá alfarið. (Sport in Spanish)

Manchester United er að hafa betur gegn Tottenham Hotspur í baráttunni um varnarmann Nice, Jean-Clair Todibo (23). (Football Insider)

Caylan Vickers, 18 ára gamall leikmaður Reading, mun fara til risanna í Real Madrid. (Sun)

Manchester United hefur spurst fyrir um framherja Stuttgart, Serhou Guirassy (27) en liðið gæti fengið hann á undir 20 milljónir evra. (Sky Sports Germany)

Ronald Araujo er efstur á óskalista Bayern Munchen og gæti þýska félagið borgað háa upphæð fyrir þennan 24 ára gamla varnarmann Barcelona næsta sumar. (Sky Sports Germany)

Zlatan Ibrahimovic lagði skónna á hilluna eftir síðustu leiktíð en hann segist vera í viðræðum við AC Milan um að snúa aftur til félagsins í öðru hlutverki. (Sky Sports Italia)

Juventus fylgist með gangi mála hjá Felipe Anderson, þrítugum leikmanni Lazio en hann er að renna út af samningi hjá félaginu. (Calciomercato)

Lautaro Martinez, sóknarmaður Inter Milan, er ekki viss um hvort hann skrifi undir nýjan samning við félagið fyrir jól en þessi 26 ára gamli Argentínumaður er viss um að það gerist fljótlega. (Gazzetta dello Sport)

Xavi, þjálfari Barcelona, segir að liðið sé ekki að leita að markverði til að fylla í skarð Marc-Andre ter Stegen (31) en hann er meiddur þessa stundina.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner