Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. janúar 2023 18:05
Brynjar Ingi Erluson
Forseti franska fótboltasambandsins stígur til hliðar
Noel Le Graet og Didier Deschamps
Noel Le Graet og Didier Deschamps
Mynd: EPA
Noel Le Graet, forseti franska fótboltasambandsins, hefur tekið ákvörðun um að stíga til hliðar úr starfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá franska sambandinu.

Le Graet, sem hefur gegnt starfinu frá 2011, sagði í viðtali við útvarpsstöðina RMC að hann myndi ekki einu sinni svara símanum ef Zinedine Zidane myndi hringja í hann vegna þjálfarastarfsins hjá karlalandsliði Frakklands.

Sagði hann enn fremur að honum væri slétt sama um áhuga Zidane á að taka við liðinu en þessi ummæli féllu ekki kramið hjá frönsku þjóðinni. Kylian Mbappe, ofurstjarna Frakklands, var einn þeirra sem gagnrýndi Le Graet. Síðan þá hefur Le Graet beðið Zidane afsökunar á ummælunum.

Siðanefnd franska sambandsins lagði til að Le Graet myndi segja af sér en hann er einnig ásakaður um kynferðislega áreitni í starfi og er til rannsóknar hjá íþróttamálaráðuneytinu í Frakklandi.

Le Graet hefur tekið ákvörðun um að stíga til hliðar á meðan hann bíður eftir niðurstöðu úr rannsókn málsins. Hann er viss um að hann verði hreinsaður af öllum áskounum í lok mánaðarins.

Philippe Diallo, varaforseti fótboltasambandisns, mun gegna stöðunni tímabundið.
Athugasemdir
banner
banner