Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
   þri 11. febrúar 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Selfoss tekur á móti Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er einn leikur á dagskrá í Lengjubikar karla í kvöld þegar Selfoss tekur á móti Stjörnunni í A-deild.

Liðin eigast við í 2. umferð mótsins eftir mikla markaleiki í fyrstu umferð. Þar gerði Selfoss 5-5 jafntefli við Leikni R. á meðan Stjarnan lagði ÍBV að velli 3-2.

Selfoss vann 2. deildina í fyrra og leikur því í Lengjudeildinni í ár, á meðan Stjarnan endaði í fjórða sæti Bestu deildarinnar og fær því tækifæri til að láta til sín taka í Evrópu næsta haust.

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 4
19:00 Selfoss-Stjarnan (JÁVERK-völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner