
Chelsea vill fá ungstirni Manchester United, AC Milan hefur áhuga á bakverði Crystal Palace og Kalvin Phillips gæti snúið aftur til Leeds. Þetta og ýmislegt fleira í slúðurpakkanum.
Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Kobbie Mainoo (19) miðjumann Manchester United þar sem efasemdir eru um Romeo Lavia (21) vegna sífelldra meiðsla. (CaughtOffside)
AC Milan er að íhuga að gera tilboð í Tyrick Mitchell (25), vinstri bakvörð Crystal Palace, í sumar. Ítalska félagið býr sig undir brotthvarf franska vinstri bakvarðarins Theo Hernandez (27). (Teamtalk)
Kalvin Phillips, fyrrum miðjumaður Manchester City, gæti snúið aftur til Leeds í sumar eftir að hafa verið hjá Ipswich á þessu tímabili. (Sun)
Manchester City fylgist með franska miðjumanninum Eduardo Camavinga (22) hjá Real Madrid. (Florian Plettenberg)
Arsenal ætlar að reyna að fá brasilíska miðjumanninn Bruno Guimaraes (27) frá Newcastle. (Football Insider)
Manchester United er að íhuga að kaupa Samu Aghehowa (20), spænskan framherja Porto, sem er með riftunarákvæði upp á um 84 milljónir punda í samningi sínum. (GiveMeSport)
Búist er við að Ademola Lookman (27) fari frá Atalanta í sumar og nígeríski sóknarmaðurinn er opinn fyrir að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. Hann hefur verið orðaður við Chelsea og Arsenal. (Teamtalk)
Liverpool er að íhuga hvort það eigi að gera tilboð í Jan Paul van Hecke (24) hollenskan varnarmann Brighton. (GiveMeSport)
Al-Riyadh, FC Dallas og Wolves eru á meðal þeirra félaga sem sýna enska miðverðinum Michael Keane (32) áhuga en samningur hans við Everton rennur út í sumar. (Mail)
Everton, Marseille og Sevilla hafa áhuga á marokkóska framherjanum Hamza Igamane (22) hjá Rangers. (Ekrem Konur)
Fikayo Tomori (27), leikmaður AC Milan, er áfram á markaðnum eftir að hafa næstum gengið til liðs við Juventus og Tottenham í janúar. Enski miðvörðurinn er fáanlegur fyrir um 20 milljónir evra (16,8 milljónir punda). (Calciomercato)
Theo Hernandez (27) gæti farið frá AC Milan í sumar fyrir um 30 milljónir evra (25 milljónir punda). Samningur franska varnarmannsins er til 2026. (Calciomercato)
Yasin Ayari (21), sænskur miðjumaður Brighton, vekur áhuga frá Borussia Dortmund og AC Milan. (Football Insider)
Everton mun leitast við að lækka laun Abdoulaye Doucoure (32) í endurnýjuðum samningi eftir að hafa neitað að virkja eins árs framlengingarákvæði miðjumannsins. (Football Insider)
Banni Paul Pogba (31) lýkur í þessari viku en þrátt fyrir að hafa fengið nokkur tilboð á hann eftir að taka ákvörðun um næsta skref, eftir að hafa yfirgefið Juventus. (L'Equipe)
Skoski framherjinn Robbie Ure (21) mun ferðast til Svíþjóðar til að ganga frá skiptum frá Anderlecht til IK Sirius. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir