Luis Enrique, stjóri PSG, sagði að bæði lið hefðu átt skilið að komast áfram eftir sigur liðsins á Liverpool eftir vítaspyrnukeppni á Anfield í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.
„Þegar það kom í ljós að Liverpool og PSG myndu mætast hugsuðu báðir stjórar það sama, einn besti leikur sem þú getur séð í Evrópu. Bæði lið voru frábær."
„Bæði lið áttu skilið að komast áfram. Þeir spiluðu betur en við en liðið mitt sýndi frábærann karakter á sérstökum leikvangi. Við reyndum að spila okkar besta leik en það var erfitt því þeir eru svo ákafir," sagði Enrique.
PSG var með öll völd á vellinum í fyrri leiknum og Alisson átti frábæran leik en Gianluigi Donnarumma þurfti meira að taka á honum stóra sínum í kvöld og varði m.a. tvær vítaspyrnur
„Við þjáðumst mikið í París en svona er fótbolti, stundum ósanngjarn. Við vorum heppnir í dag, þeiir skutu stundum í stöng. Gigi (Gianluigi Donnarumma) var eins og Alisson í fyrri leiknum," sagði Enrique að lokum.
Athugasemdir