þri 11. mars 2025 10:56
Elvar Geir Magnússon
Ranieri hefur gert Roma að besta liði Evrópu á árinu 2025
Claudio Ranieri.
Claudio Ranieri.
Mynd: EPA
Hinn 73 ára gamli Claudio Ranieri er enn í fullu fjöri og stýrir nú Roma sem hefur náð í 26 stig í fyrstu 10 deildarleikjum sínum á árinu 2025. Það eru fleiri stig en nokkuð annað lið í stærstu deildum Evrópu.

Ranieri tók við Roma í nóvember eftir að Ivan Juric, sem nú stýrir Southampton, var rekinn.

Síðan Ranieri tók við Roma hefur liðið klifrað upp töfluna og krækt í 33 stig í 16 deildarleikjum eða 2,06 að meðaltali í leik.

Eins og áður segir hefur liðið náð í 26 stig það sem af er ári. PSG, Bayern München og Liverpool hafa náð í 25 stig.

Ranieri hefur átt frábæran feril en hápunkturinn var án nokkurs vafa þegar hann gerði Leicester að Englandsmeistara.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner
banner
banner