Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 11. mars 2025 20:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Dembele búinn að jafna einvígið
Dembele fagnar markinu
Dembele fagnar markinu
Mynd: EPA
Það er orðið jafnt í einvígi Liverpool og PSG en Ousmane Dembele hefur komið PSG yfir á Anfield.

Liverpool byrjaði leikinn vel en Mohamed Salah fékk frábært færi til að koma liðinu yfir en Nuno Mendes bjargaði á síðustu stundu.

Eftir rúmlega tíu mínútna leik átti Bradley Bacola sendingu fyrir og Ibrahima Konate var fyrstur í boltann en hann Dembele var fljótur að átta sig og skoraði af stuttu færi á opið markið.

Dembele hefur verið stórkostlegur á árinu en hann hefur skorað 21 mark eftir áramót.

Sjáðu markið hér

Athugasemdir
banner
banner