Það er orðið jafnt í einvígi Liverpool og PSG en Ousmane Dembele hefur komið PSG yfir á Anfield.
Liverpool byrjaði leikinn vel en Mohamed Salah fékk frábært færi til að koma liðinu yfir en Nuno Mendes bjargaði á síðustu stundu.
Eftir rúmlega tíu mínútna leik átti Bradley Bacola sendingu fyrir og Ibrahima Konate var fyrstur í boltann en hann Dembele var fljótur að átta sig og skoraði af stuttu færi á opið markið.
Dembele hefur verið stórkostlegur á árinu en hann hefur skorað 21 mark eftir áramót.
Sjáðu markið hér
Athugasemdir