Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 11. mars 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Stuart Pearce fékk hjartaáfall í flugvél
Stuart Pearce.
Stuart Pearce.
Mynd: EPA
Stuart Pearce segir að líðan sín sé frábær en hann lenti í óhugnalegum veikindum um borð í flugvél þegar hann var á leið heim til Englands frá Las Vegas.

Hann fékk skyndilega mikinn verk fyrir brjóstið og hraðan hjartslátt. Flugvélinni var stefnt til Kanada svo hann gæti komist undir læknishendur.

Hjartsláttur Pearce mældist 155 slög á mínútu og þá dældi hjartað ekki nægilega miklu blóði. Pearce, sem er 62 ára, segir að læknarnir hafi þurft að „endurræsa hjartað“ og var hann svo útskrifaður á sunnudaginn.

Pearce hrósar starfsfólki Virgin flugfélagsins um borð fyrir viðbrögð þeirra og aðhlynningu. Hann er núna kominn heim til Bretlands.

„Ég hef náð góðum bata og mér líður hreint frábærlega. Ég hef fengið frábær skilaboð frá fjölda fólks og þakka þeim fyrir stuðninginn," segir Pearce.

Pearce lék 78 landsleiki fyrir England á ferli sínum. Stærstan hluta ferilsins lék hann fyrir Nottingham Forest og átti hann einnig eftir að taka við sem stjóri liðsins.
Athugasemdir
banner
banner