Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fös 11. apríl 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Aftur í Fram frá Aftureldingu (Staðfest) - Efnilegur markmaður til ÍR
Elaina Carmen La Macchia er komin aftur í Fram
Elaina Carmen La Macchia er komin aftur í Fram
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Elaina Carmen La Macchia er gengin aftur í raðir Fram frá Aftureldingu og mun því spila með Frömurum í Bestu deildinni á komandi leiktíð.

La Macchia, sem er fædd árið 2000, kom fyrst til landsins árið 2023 og lék þá með Fram í Lengjudeildinni stærstan hluta sumars áður en hún meiddist.

Eftir tímabilið samdi hún við Aftureldingu og lék þar 15 leiki í deild- og bikar.

Hún er nú mætt aftur til Fram og mun berjast um markvarðarstöðuna í sumar.

Framarar hafa þá lánað markvörðinn Emblu Dögg Aðalsteinsdóttur til 2. deildarliðs ÍR út tímabilið.

Embla er 18 ára gömul og á 23 leiki að baki með KH og Smára í 2. deild.
Athugasemdir
banner