Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fös 11. apríl 2025 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Njarðvík fær Davíð Helga frá Víkingum (Staðfest)
Davíð Helgi spilar með Njarðvík í sumar
Davíð Helgi spilar með Njarðvík í sumar
Mynd: Víkingur
Lengjudeildarlið Njarðvíkur hefur fengið Davíð Helga Aronsson á láni frá Víkingi R. og má hann spila með liðinu þegar það mætir BF 108 í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Davíð Helgi er 18 ára gamall og á einn leik að baki með meistaraflokki Víkings.

Hann kom inn af bekknum á lokamínútunum í 3-0 sigri Víkings á KR á Meistaravöllum í september á síðasta ári, en heldur nú til Njarðvíkur til að fá meiri leikreynslu.

Davíð verður á láni hjá Njarðvík í sumar og er kominn með félagaskipti sem þýðir að hann má spila í bikarnum í kvöld.

Þessi efnilegi leikmaður er fastamaður í U19 ára landslið Íslands og á alls ellefu leiki fyrir yngri landsliðin.

Njarðvík hafnaði í 6. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili með 33 stig og rétt missti af sæti í umspilið.
Athugasemdir
banner