Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 11. maí 2021 12:50
Elvar Geir Magnússon
Buffon yfirgefur Juventus eftir tímabilið (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Gianluigi Buffon, goðsögnin hjá Juventus, staðfesti það í viðtali í dag að hann mun yfirgefa Juventus í sumar.

Þessi 43 ára markvörður mætti aftur til Tórínó sumarið 2019 eftir að hafa verið eitt ár hjá Paris Saint-Germain en samningur hans við Juventus rennur út eftir tímabilið.

Hann hefur leikið tólf leiki á tímabilinu, sjö í ítölsku A-deildinni. Þá hefur hann leikið í bikarnum og síðasti leikur hans fyrir Juventus verður bikarúrslitaleikur gegn Atalanta 19. maí.

Juventus er að berjast um sæti í Meistaradeildinni, liðið er í fimmta sæti í ítölsku A-deildinni, stigi á eftir Napoli sem er í fjórða sæti.

„Það er klárt að fallegri og langri reynslu minni með Juventus mun ljúka á þessu ári. Ég gæti hætt að spila eða held áfram ef spennandi tækifæri býðst, eða ég fæ nýja lífsreynslu. Ég skoða hlutina," segir Buffon.
Athugasemdir
banner
banner
banner