mið 11. maí 2022 18:23
Stefán Marteinn Ólafsson
Byrjunarlið Breiðabliks og Stjörnunnar: Enginn Viktor Karl hjá Blikum
Blikar verða án Viktors Karls Einarssonar í þessum leik
Blikar verða án Viktors Karls Einarssonar í þessum leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld fer fram risa leikur í fimmtu umferð Bestu deildarinnar þegar Breiðablik tekur á móti nágrönnum sínum í Stjörnunni á Kópavogsvelli klukkan 19:15.

Blikar hafa farið vel af stað og eru með fullt hús á meðan Stjörnumenn hafa átta stig eftir fjórar umferðir.

Beinar textalýsingar:
18:00 ÍBV - KR
19:15 Breiðablik - Stjarnan
19:15 KA - FH
19:15 Valur - ÍA

Heimamenn í Breiðabliki gera eina breytingu á sínum hóp. Viktor Karl Einarsson dettur út og inn í hans stað kemur Dagur Dan Þórhallsson.

Stjörnumenn gera þá þrjár breytingar. Brynjar Gauti Guðjónsson, Óskar Örn Hauksson og Einar Karl Ingvarsson detta út og inn í þeirra stað koma Daníel Laxdal, Guðmundur Baldvin Nökkvason og Eggert Aron Guðmundsson.

Byrjunarlið Breiðabliks:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
10. Kristinn Steindórsson
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
25. Davíð Ingvarsson

Byrjunarlið Stjörnunnar:
1. Haraldur Björnsson (m)
4. Óli Valur Ómarsson
6. Sindri Þór Ingimarsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
9. Daníel Laxdal
14. Ísak Andri Sigurgeirsson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
19. Eggert Aron Guðmundsson
22. Emil Atlason
29. Adolf Daði Birgisson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner