Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   mið 11. maí 2022 22:31
Stefán Marteinn Ólafsson
Gústi Gylfa: Maður hefur tilfiningar og er í þessu af líf og sál
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnumanna.
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnumanna.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Svekkjandi, sérstaklega niðurstaðan að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik. En við tökum alveg fullt með okkur úr þessu og sérstaklega það að koma til baka og vera 2-0 undir og sýna gríðarlega mikinn karakter að jafna leikinn, og vera vel inn í leiknum og síst lakari aðilinn í þessum leik," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-2 tap gegn Breiðabliki í Bestu deildinni.

Þetta var fyrsta tap Stjörnunnar í sumar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Stjarnan

„Það var svekkjandi að sjá boltann í markinu eftir fast leikatriði þegar það eru fimm mínútur eftir, það var mjög súrt."

„Við bara hættum ekki og höldum bara áfram með það sem við lögðum upp með í leiknum og jújú, Blikarnir voru yfir þarna til að byrja með og í rauninni skora tvö mörk úr tveim sóknum en þeir voru ekkert að skapa sér mikið af færum."

Gústi lyfti upp hendinni í öðru marki Blika og vildi fá rangstöðu en eftir leik taldi hann þetta líklega ekki vera rangstaða.

„Auðvitað vildi ég það en ég held að hann hafi ekki verið rangstæður en maður hefur tilfinningar í þessu og maður er í þessu af líf og sál eins og allir leikmenn og auðvitað 'reactar' maður á þessa hluti þegar manni finnst halla á mann og maður verður að sýna það á hliðarlínunni."

Nánar er rætt við Gústa Gylfa í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner