Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mið 11. maí 2022 22:31
Stefán Marteinn Ólafsson
Gústi Gylfa: Maður hefur tilfiningar og er í þessu af líf og sál
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnumanna.
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnumanna.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Svekkjandi, sérstaklega niðurstaðan að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik. En við tökum alveg fullt með okkur úr þessu og sérstaklega það að koma til baka og vera 2-0 undir og sýna gríðarlega mikinn karakter að jafna leikinn, og vera vel inn í leiknum og síst lakari aðilinn í þessum leik," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-2 tap gegn Breiðabliki í Bestu deildinni.

Þetta var fyrsta tap Stjörnunnar í sumar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Stjarnan

„Það var svekkjandi að sjá boltann í markinu eftir fast leikatriði þegar það eru fimm mínútur eftir, það var mjög súrt."

„Við bara hættum ekki og höldum bara áfram með það sem við lögðum upp með í leiknum og jújú, Blikarnir voru yfir þarna til að byrja með og í rauninni skora tvö mörk úr tveim sóknum en þeir voru ekkert að skapa sér mikið af færum."

Gústi lyfti upp hendinni í öðru marki Blika og vildi fá rangstöðu en eftir leik taldi hann þetta líklega ekki vera rangstaða.

„Auðvitað vildi ég það en ég held að hann hafi ekki verið rangstæður en maður hefur tilfinningar í þessu og maður er í þessu af líf og sál eins og allir leikmenn og auðvitað 'reactar' maður á þessa hluti þegar manni finnst halla á mann og maður verður að sýna það á hliðarlínunni."

Nánar er rætt við Gústa Gylfa í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir