Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. maí 2022 20:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórkostlegur sigur gegn Svíum í fyrsta leik
Galdur skoraði.
Galdur skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U16 drengjalandslið Íslands vann í dag stórkostlegan sigur gegn Svíþjóð á UEFA Development mótinu.

Mótið er haldið í Svíþjóð, en gestgjafarnir þurftu að sætta sig við tap í fyrsta leik gegn okkar mönnum.

Galdur Guðmundsson, sem er á leið til FC Kaupmannahafnar í Danmörku, kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik og Tómas Johannessen, leikmaður Gróttu, tvöfaldaði svo forystuna í síðari hálfleik og þar við sat.

Ísland mætir einnig Írlandi og Sviss á mótinu, en næsti leikur liðsins er á föstudaginn klukkan 16:00 þegar liðið mætir Sviss.

Byrjunarlið Íslands:
Ívar Arnbro Þórhallsson - KA
Stefán Gísli Stefánsson - Fylkir
Jón Arnar Sigurðsson - KR
Þorri Stefán Þorbjörnsson - FH
Nóel Atli Arnórsson - AaB
Kjartan Már Kjartansson - Stjarnan
Stígur Diljan Þórðarson - Víkingur R.
Tómas Johannessen - Valur
Ásgeir Galdur Guðmundsson - Breiðablik
Karl Ágúst Karlsson - HK
Daníel Tristan Guðjohnsen - Real Madrid
Athugasemdir
banner
banner