Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   þri 11. júní 2019 21:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Einar: Það er fullt eftir í þessum hóp
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við gátum ekki fengið fleiri stig úr þessum leikjum," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, eftir 2-1 sigur gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2020 í kvöld.

„Við erum virkilega ánægðir, stoltir af stuðningnum sem við fengum í kvöld og samvinnunni sem átti sér stað út á vellinum. Þetta var geggjað."

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Tyrkland

„Það var meðbyr með Tyrkjunum eftir fyrstu þrjá leikina. Þeir komu hingað fullir sjálfstraust. Við höfum tak á þeim og ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum þennan leik í kvöld."

„Vörnin og samvinnan baka til var frábær, 100% í kvöld. Við fengum á okkur leiðinlegt mark, við vorum aðeins sofandi á verðinum. Við vissum að við myndum skora úr föstu leikatriði."

„Auðvitað var síðasta ár ekkert frábært og við vissum það sjálfir. Sumir voru kannski búnir að afskrifa okkur. Það er fullt eftir í þessum hóp og við sönnuðum það í þessum tveimur leikjum. Við vitum hvað þarf til þess að vinna leiki."

„Maður sér umræðuna og tekur eftir henni, en þetta er ekki eitthvað sem fer í taugarnar á mér. Þegar úrslitin eru ekki okkur í hag eigum við skilið gagnrýni eins og hrósið þegar okkur gengur vel. Það er partur af því að vera í fótbolta og partur af því að vera lið. Það góða við þennan hóp er að við vinnum sem lið og töpum lið," sagði fyrirliðinn.


Athugasemdir
banner