Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 11. júní 2019 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal að reyna við tvo leikmenn Sampdoria
Dennis Praet
Dennis Praet
Mynd: Getty Images
Arsenal keypti í fyrra Lucas Torreira frá Sampdoria. Arsenal er ekki hætt að reyna við leikmenn frá ítalska félaginu því liðið er sagt hafa gert tilboð í tvo leikmenn Sampdoria á dögunum.

Arsenal er sagt hafa boðið um 43 milljónir punda í tvo leikmenn, þá Joachim Andersen og Dennis Praet. Sampdoria neitaði tilboðinu og er sagt vilja fá um 50 milljónir punda fyrir leikmennina.

Varnarmaðurinn Andersen er 23 ára danskur landsliðsmaður og Praet er belgískur skapandi miðjumaður.

Unai Emery, stjóri Arsenal, er mikil aðdáandi Praet og hefur Arsenal reynt að fá hann áður. Emery er sagður fá einungis um 45 milljónir punda til leikmannakaupa sem gæti hækkað ef hann losar einhverja leikmenn.

Einn af mnnum Emery, Granit Xhaka, hefur verið orðaður burt frá félaginu en Inter Milan er sagt hafa áhuga. Emery segir þó ekkert til í því að Xhaka sé á leið burt.
Athugasemdir
banner
banner
banner