Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 11. júní 2024 15:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Garðar Gunnar stýrði æfingu Leiknis - „Erum ekki að tapa okkur í stressi"
Lengjudeildin
Oscar Clausen er formaður Leiknis.
Oscar Clausen er formaður Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Garðar Gunnar þekkir vel til hjá Leikni.
Garðar Gunnar þekkir vel til hjá Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir er í þjálfaraleit eftir að Vigfús Arnar Jósepsson hætti sem þjálfari liðsins eftir afleita frammistöðu gegn Keflavík fyrir tæpri viku síðan. Lokatölur urðu 5-0 þar sem Keflavík var búið að tryggja sér sigurinn snemma í leiknum.

Leiknir er í botnsæti Lengjudeildarinnar, uppskeran þrjú stig eftir fyrstu sex umferðirnar. Næsti leikur liðsins er gegn Grindavík á laugardag.

Halldór Geir Heiðarsson - Donni - sem var aðstoðarmaður Vigfúsar hætti einnig.

„Það er verið að skoða landið og miðin. Það hafa einhverjar viðræður átt sér stað, en það er aldrei neitt í hendi fyrr en það er búið að skrifa undir," sagði Oscar Clausen, formaður Leiknis, við Fótbolta.net í dag.

Viljið þið vera búnir að ráða inn mann fyrir leikinn gegn Grindavík um komandi helgi?

„Það skiptir miklu meira máli að rétti maðurinn sé ráðinn heldur en að hann sé kominn á morgun. Við erum ekki að tapa okkur í stressi. Þetta er í ágætis höndum."

„Garðar Gunnar stjórnaði æfingu í gær,"
sagði Oscar. Garðar Gunnar Ásgeirsson var þjálfari Leiknis 2004-2006, 2008 og hluta af tímabilinu 2011. Hann þjálfaði svo kvennalið Leiknis tímabilið 2019.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fjölnir 13 9 3 1 27 - 13 +14 30
2.    Njarðvík 13 7 3 3 25 - 17 +8 24
3.    ÍBV 13 6 4 3 25 - 15 +10 22
4.    ÍR 13 5 4 4 19 - 18 +1 19
5.    Keflavík 13 4 6 3 17 - 14 +3 18
6.    Þór 12 4 5 3 21 - 18 +3 17
7.    Grindavík 13 4 5 4 21 - 24 -3 17
8.    Afturelding 13 5 2 6 20 - 26 -6 17
9.    Þróttur R. 12 4 3 5 20 - 18 +2 15
10.    Leiknir R. 13 4 0 9 15 - 23 -8 12
11.    Grótta 13 2 4 7 19 - 32 -13 10
12.    Dalvík/Reynir 13 1 5 7 12 - 23 -11 8
Athugasemdir
banner
banner
banner