Leikmaður Berserkja, Gunnar Jökull Johns, varð fyrir kynþáttafordómum frá leikmanni Skallagríms í 4. deildinni í gær.
Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings, deildi því á Twitter og Viktor Hugi Henttinen, aðstoðarþjálfari Berserkja, tjáði sig um málið í samtali við Fótbolta.net.
Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings, deildi því á Twitter og Viktor Hugi Henttinen, aðstoðarþjálfari Berserkja, tjáði sig um málið í samtali við Fótbolta.net.
„Ég var á hliðarlínunni og var því ekki í hitanum en það sem strákarnir segja mér og vinir okkar í Skallagrími eru sammála okkur þá varð smá hiti og einhverjar tæklingar. Í kjölfarið snýr leikmaður númer fimmtán í Skallagrími [Atli Steinar Ingason] sér við og segir 'drullastu heim til Namibíu' við Gunnar Jökul Johns, leikmann okkar," sagði Viktor Hugi.
„Kormákur [Marðarson] leikmaður okkar, hafði heyrt fimm mínútum áður, sama einstakling [númer 15] kalla Gunnar 'apakött'. Kormákur spurði númer 15 hvað kallaðiru hann og hann endurtók 'apaköttur'. Þetta er leiðinlegt mál."
Twana Khalid Ahmad var dómari leiksins og talaði hann ensku við leikmenn í leiknum. Hann skildi því ekki hvað fór fram á milli leikmanna. Atvikið átti sér stað í byrjun seinni hálfleiks í leiknum.
Rætt var um málið í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 977 núna áðan og þar kom fram að borist hafa ábendingar um að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem umræddur leikmaður brýtur af sér. Talið er að þetta sé sami maður og gerðist sekur um kynþáttafordóma sem áhorfandi á leik á Blönduósi árið 2015.
„Ekki bara á hann að hafa kallað Gunnar Jökul apakött, heldur spurði leikmaður Berserkja brotamanninn: 'Hvað sagðirðu?' Þá endurtók hann þetta. Það er ekki eins og þetta hafi gerst í hita leiksins," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum.
Fordæmin fyrir kynþáttafordómum hjá fótboltanum í íslenskum fótbolta eru fimm leikja bann.
„Við höfum fengið ábendingar um að þessi maður sem er sakaður um þessi ummæli hafi fengið dóm frá KSÍ, árið 2015 sem áhorfandi á Blönduósi á leik Kormáks/Hvatar og KB. Þá fékk hann tveggja ára leikvallabann," sagði Elvar Geir Magnússon og bætti við: „Ef að það er rétt þá er hann í annað sinn að koma inn á borð KSÍ fyrir kynþáttafordóma."
„Við fáum þessar ábendingar, meðal annars frá mönnum á Blönduósi. Þetta er risamál. Svona maður þarf þá bara að fá aðstoð, og fræðslu."
Skallagrímur hefur gefið út yfirlýsingu sem má lesa hérna.
Athugasemdir