Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 11. júlí 2020 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KF skorar á Fjallabyggð að gerður verði gervigrasvöllur á Ólafsfirði árið 2021
Mynd af Ólafsfjarðarvelli árið 2018.
Mynd af Ólafsfjarðarvelli árið 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Úr leik KF og Magna á Ólafsfjarðarvelli fyrr í júní.
Úr leik KF og Magna á Ólafsfjarðarvelli fyrr í júní.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Í grein sem birtist inn á heimasíðu Héðinsfjarðar segir að KF, Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, skori á bæjarstjórn sveitarfélagsins um að kosningaloforð hennar verði efnt og gerður verði gervigrasvöllur á Ólafsfirði á þessu kjörtímabili.

KF sendi bréf til bæjarstjórnar sem innihélt eftirfarandi:

Til stóð að hefja framkvæmdir í haust en vegna Covid-19 var þessum framkvæmdum frestað í ár. Fundarmenn geta skilið þá afstöðu, mikilvægt er og skorað er á bæjarstjórn að taka þá afstöðu að hefja framkvæmdir á gervigrasvellinum á næsta ári.

Með bættri íþróttaaðstöðu mun verða aukning á iðkendum og það hefur komið í ljós og sýnt sig á Dalvík eftir að framkvæmdum við gervigrasvöllinn var lokið þar. Nær öll sveitarfélög á landinu með íbúa yfir 1500 manns hafa komið upp gervigrasvelli, þetta er þróun til að bæta íþróttaaðstöðu og við getum ekki setið eftir í þeirri þróun ef við viljum búa í góðu sveitarfélagi, sem er umhugað um velferð íþróttafólks og við trúum því að meirihluti bæjarstjórnar í Fjallabyggð sé með okkur í því liði.

Á heimasíðunni er einnig birt svar frá Bæjarráði Fjallabyggðar:

Bæjarráð Fjallabyggðar leggur áherslu á að eins og fram kemur í erindi stjórnar knattspyrnudeildar var framkvæmdum frestað vegna þeirrar óvissu sem ríkti og ríkir enn í efnahagsmálum vegna Covid-19. Ákvörðun um annað hefur ekki verið tekin en bæjarráð vill koma því á framfæri að nú liggur fyrir að tekjur bæjarfélagsins dragist saman um rúmar 80 mkr. vegna lækkunar á framlagi jöfnunarsjóðs. Gjalddögum fasteignagjalda til fyrirtækja hefur verið seinkað þannig að tekjuáætlun vegna fasteignagjalda mun ekki standast á árinu auk þess sem skipulag stofnana vegna nauðsynlegra forvarna og sóttvarna hefur haft í för með sér aukinn rekstrar- og/eða launakostnað frá því sem áætlað var.

Athugasemdir
banner
banner
banner