lau 11. júlí 2020 23:50
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Diego Costa afgreiddi Betis - Meistaradeildarsæti tryggt
Diego Costa skoraði sigurmarkið í kvöld
Diego Costa skoraði sigurmarkið í kvöld
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid 1 - 0 Betis
1-0 Diego Costa ('74 )
Rautt spjald: Mario Hermoso, Atletico Madrid ('57)

Atlético Madríd er búið að tryggja sæti sitt í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa unnið Real Betis 1-0 í kvöld.

Liðið hefur spilað frábæran fótbolta á þessu tímabili en ekki þó tekist að halda í við Barcelona og Real Madrid.

Tvö mörk voru dæmd af Atlético í leiknum eftir að VAR skoðaði atvikin. Fyrst um miðjan fyrri hálfleikinn var tekið mark af Angel Correa en Marcos Llorente var þá brotlegur í aðdragandanum og markið dæmt af.

Alvaro Morata kom þá boltanum yfir Dani Martin í markinu og í netið en eftir afar langa bið þá ákvað VAR að dæma rangstöðu..

Það varð svo verra fyrir Atléticó er Mario Hermoso var rekinn af velli á 57. mínutu en þrátt fyrir mótlætið tókst Diego Costa að skora sigurmarkið á 74. mínútu.

Aftur var markið skoðað en dæmt gilt og lokatölur því 1-0. Atlético er í 3. sæti með 66 stig, þremur stigum meira en Sevilla sem er í 4. sæti og 9 stigum meira en Villarreal sem er í fimmta sæti. Það gilda innanbyrðisviðureignir í deildinni og er því Atlético búið að tryggja sæti sitt í Meistaradeild Evrópu.


Athugasemdir
banner
banner
banner