Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 11. júlí 2021 23:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Southgate tekur ábyrgð: Gefið þjóðinni ótrúlegar minningar
Mynd: EPA
„Við erum auðvitað gríðarlega vonsviknir," sagði Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, eftir tap gegn Ítalíu í úrslitaleik EM í kvöld.

Þetta var fyrsti úrslitaleikur Englands á stórmóti í 55 ár. Niðurstaðan var jafntefli en England tapaði í vítaspyrnukeppni.

„Leikmennirnir hafa staðið sig ótrúlega vel og þeir gáfu allt. Þeir hlupu eins og ég veit ekki hvað. Við spiluðu mjög vel á köflum í kvöld en á köflum náðum við ekki að halda boltanum nægilega vel, sérstaklega í byrjun seinni hálfleik. En við getum ekki hugsað um það núna, það hefur verið ótrúlega gaman að vinna með þessum strákum og við fórum langt."

Southgate segir að liðið hafi undirbúið sig vel fyrir vítaspyrnukeppnina en þetta hafi ekki verið þeirra kvöld. Bukayo Saka klúðraði síðustu spyrnunni. Hvað sagði Southgate við hann eftir leik?

„Ég sagði við hann að þetta væri undir mér komið. Ég valdi vítaskytturnar út frá æfingum. Við erum saman í þessu."

„Við erum allir í þessu saman. Þessir strákar hafa gefið þjóðinni ótrúlegar minningar. Kvöldið í kvöld verður erfitt en þegar þeir líta til baka þá eiga þeir að vera stoltir."

Landsliðsþjálfarinn var spurður út í HM sem verður á næsta ári en hann sagðist ekki geta hugsað um framtíðina strax.
Athugasemdir
banner
banner
banner