Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 11. júlí 2025 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Helgi Fróði skoraði - Daníel Leó hafði betur í Íslendingaslag
Mynd: Helmond Sport
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í æfingaleikjum dagsins víða um Evrópu, þar sem Helgi Fróði Ingason var í byrjunarliði Helmond og skoraði eina mark liðsins í æfingaleik gegn SK Lierse.

Helgi Fróði skoraði á 33. mínútu en Lierse jafnaði skömmu síðar og var ekkert skorað í síðari hálfleik. Helgi fékk að spila fyrstu 60 mínútur leiksins með Helmond, sem leikur í næstefstu deild í Hollandi.

Guðlaugur Victor Pálsson var þá í byrjunarliði Plymouth sem tapaði 1-0 gegn Eintracht Braunschweig er liðin mættust í Austurríki á meðan Kolbeinn Birgir Finnsson spilaði seinni hálfleikinn í 4-0 sigri hjá FC Utrecht gegn Kaizer Chiefs frá Suður-Afríku. Davíð Kristján Ólafsson var svo í byrjunarliðinu hjá Cracovia sem sigraði gegn Podbrezova frá Slóvakíu.

Að lokum hafði Daníel Leó Grétarsson betur gegn Breka Baldurssyni þegar þeir mættust í Íslendingaslag í Danmörku. Sönderjyske sigraði viðureignina gegn Esbjerg með tveimur mörkum gegn einu.

Helmond 1 - 1 Lierse
1-0 Helgi Fróði Ingason ('33)
1-1 Leikmaður Lierse ('39)

Utrecht 4 - 0 Kaizer Chiefs

Braunschweig 1 - 0 Plymouth

Cracovia 2 - 0 Podbrezova

Esbjerg 1 - 2 Sonderjyske

Athugasemdir
banner
banner