Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 11. júlí 2025 22:07
Ívan Guðjón Baldursson
Maresca: Erfitt að halda leikmönnum sem vilja fara
Mynd: EPA
Enzo Maresca þjálfari Chelsea stendur í ströngu þessa dagana í undirbúningi fyrir úrslitaleik HM gegn PSG sem verður leikinn á sunnudag.

Hann var spurður út í kantmanninn Noni Madueke sem yfirgaf æfingabúðir Chelsea fyrr í dag.

„Noni er í samskiptum við annað félag og ég býst við að félagaskiptin verði tilkynnt á næstu tímum," sagði Maresca.

„Það er enginn hérna sem sagði Noni að fara, þetta er eitthvað sem leikmaðurinn vildi gera. Það er erfitt fyrir okkur að halda leikmönnum hjá félaginu sem vilja fara. Það er erfitt fyrir mig sem þjálfara og fyrir stjórnendur félagsins.

„Við viljum bara að leikmenn séu ánægðir. Ef Noni er ánægður þá erum við líka ánægðir."


Madueke er að ganga til liðs við erkifjendurna í Arsenal fyrir rétt rúmlega 50 milljónir punda.

Hann er 23 ára gamall og kom að 16 mörkum í 46 leikjum með Chelsea á síðustu leiktíð.

   11.07.2025 19:20
Madueke yfirgefur æfingabúðir Chelsea fyrir úrslitaleikinn

Athugasemdir
banner