Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 11. ágúst 2020 09:36
Magnús Már Einarsson
Atli Hrafn líklega á leið í Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Hrafn Andrason, leikmaður Víkings, gæti verið á leið í Breiðablik en Hjörvar Hafliðason í Dr. Football greindi frá þessu á Twitter í dag.

Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, segir að félagaskiptin gætu gengið í gegn.

„Þetta er í kortunum en er ekki frágengið. Þeir hafa lýst yfir áhuga á honum og þetta er galopið," sagði Haraldur við Fótbolta.net í dag.

Atli Hrafn, sem er kant og miðjumaður, er uppalinn hjá KR en hann fór árið 2016 til Fulham í Englandi.

Atli kom aftur til Íslands árið 2018 en hann gekk þá í raðir Víkings þar sem hann hefur skorað tvö mörk í 36 leikjum í Pepsi Max-deildinni.

Athugasemdir
banner
banner