Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. ágúst 2022 10:10
Elvar Geir Magnússon
63% spá Víkingi áfram í kvöld
Halldór Ingi Sævarsson, Dóri, stuðningsmaður Víkings er í Poznan.
Halldór Ingi Sævarsson, Dóri, stuðningsmaður Víkings er í Poznan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
63% af lesendum Fótbolta.net spá því að Víkingur komist áfram í umspil Sambandsdeildarinnar í kvöld. 37% spá því að svo verði ekki.

Þetta er niðurstaða í skoðanakönnun sem var á forsíðu Fótbolta.net.

Klukkan 18:30 hefst seinni leikur Lech Poznan og Víkings í Póllandi en Íslands- og bikarmeistararnir unnu fyrri leikinn 1-0.

Lestu um leikinn: Lech Poznan 4 -  1 Víkingur R.

Leikurinn í kvöld fer fram á Stadion Poznan og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Ef Víkingar ná að komast úr þessu einvígi þá mæta þeir að öllum líkindum Dudelange frá Lúxemborg í umspili Sambandsdeildarinnar, lokaumferðinni fyrir riðlakeppnina.

Sjá einnig:
Eyðileggja Víkingar 100 ára afmælið? - „ Þessi leikur var til skammar"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner