Adam Ægir Pálsson kom inn í lið Perugia með alvöru krafti þegar hann skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir ítalska félagið.
Perugia var með 1-0 forystu í hálfleik gegn Latina í ítalska C-deildarbikarnum en Adam fylgdi því eftir og skoraði þrennu. Perugia vann leikinn að lokum 4-1 og er komið áfram í 32 liða úrslit.
Adam Ægir gekk til liðs við Perugia á láni frá Val út tímabilið á Ítalíu.
Næsti leikur Perugia er í bikarnum en C deildin á Ítalíu hefst 24. ágúst.
Athugasemdir