„Ég er svekktur með frammistöðuna, ánægður með að fara héðan með eitt stig. Við höfum verið á flottu rönni og höfum ekki tapað í langan tíma og í rauninni er ég mjög ánægður með að fara héðan með eitt stig því frammistaðan var bara því miður ekki góð." sagði Hallgrímur Jónasson svekktur eftir 1-1 jafnteflið gegn Fylki í Árbænum í dag.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 1 KA
„Við mættum ekki nógu grimmir til leiks. Við erum of passívir, erum að pirra okkur á því að hlutirnir gangi ekki upp og því miður áttum við bara ekkert meira skilið."
„Það er bara þannig í þessari deild ef þú mætir ekki hundrað prósent þá vinnuru ekki fótboltaleiki og það er umhugsunarefni fyrir leikmenn og þjálfaranna afhverju þetta gerist því þetta gerðist líka á móti KR og ég er bara með flotta stráka tilbúna á bekknum ef menn eru ekki tilbúnir að leggja sig nóg fram."
KA hefur verið á mjög góðu skriði upp á síðkastið eftir mjög þunga byrjun og er liðið mjög stutt frá liðunum í efri hluta töflunnar.
„Við erum á góðu róli og lýtum vel út þrátt fyrir að hafa ekki verið ánægður með frammistaðan í dag. Við erum bara með þetta í okkar höndum en við þurfum að átta okkur á því að þá þarftu að leggja þig hundrað prósent fram og ég vona svo innilega að mínir leikmenn geri það í næsta leik."