Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
   sun 11. ágúst 2024 20:29
Anton Freyr Jónsson
Hallgrímur Jónasson: Strákar tilbúnir á bekknum ef menn eru ekki tilbúnir að leggja sig fram
Hallgrímur Jónasson var svekktur með sitt lið í leikslok
Hallgrímur Jónasson var svekktur með sitt lið í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er svekktur með frammistöðuna, ánægður með að fara héðan með eitt stig. Við höfum verið á flottu rönni og höfum ekki tapað í langan tíma og í rauninni er ég mjög ánægður með að fara héðan með eitt stig því frammistaðan var bara því miður ekki góð." sagði Hallgrímur Jónasson svekktur eftir 1-1 jafnteflið gegn Fylki í Árbænum í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 KA

„Við mættum ekki nógu grimmir til leiks. Við erum of passívir, erum að pirra okkur á því að hlutirnir gangi ekki upp og því miður áttum við bara ekkert meira skilið."

„Það er bara þannig í þessari deild ef þú mætir ekki hundrað prósent þá vinnuru ekki fótboltaleiki og það er umhugsunarefni fyrir leikmenn og þjálfaranna afhverju þetta gerist því þetta gerðist líka á móti KR og ég er bara með flotta stráka tilbúna á bekknum ef menn eru ekki tilbúnir að leggja sig nóg fram."

KA hefur verið á mjög góðu skriði upp á síðkastið eftir mjög þunga byrjun og er liðið mjög stutt frá liðunum í efri hluta töflunnar. 

„Við erum á góðu róli og lýtum vel út þrátt fyrir að hafa ekki verið ánægður með frammistaðan í dag. Við erum bara með þetta í okkar höndum en við þurfum að átta okkur á því að þá þarftu að leggja þig hundrað prósent fram og ég vona svo innilega að mínir leikmenn geri það í næsta leik."


Athugasemdir
banner
banner
banner