De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   þri 11. september 2018 18:05
Magnús Már Einarsson
Ejub: Belgarnir þurfa að hafa mikið fyrir því að vinna
Icelandair
Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ólafsvíkur
Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ólafsvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tekur á móti Belgíu í Þjóðardeild UEFA í kvöld klukkan 18:45 á Laugardalsvelli.

Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ólafsvíkur er mættur á völlinn og hann býst við hörku leik eftir hamfarirnar í Sviss á laugardaginn.

„Ég held að þetta verði bara góður leikur og við munum sýna betri leik en síðast og ég held að Belgarnir þurfi að hafa mikið fyrir að vinna okkur í kvöld."

Ejub segir liðið vera með mikinn karakter og á ekki von á að liðið spili jafn illa og á laugardaginn á næstunni.

„Það er kannski gott að fá svona áminningu og ég held að þetta gerist ekki aftur, allavega ekki á næstunni. Þetta lið er með mikinn karakter og ég held að þeir sýni flotta frammistöðu í kvöld og ganga stoltir frá borði."

Belgía er með stútfullt lið af leikmönnum sem eru að spila með stærstu liðum heims, Ejub telur að Íslenska liðið hafi sýnt það á síðustu árum að þeir geti gefið svona stórstjörnum alvöru leik.

„Við höfum oft spilað á móti stórstjörnum og höfum gefið þeim rosalega góðan leik. Við erum með góða liðsheild sem getur alveg staðið í stórstjörnum."
Athugasemdir
banner
banner