
Ísland tekur á móti Belgíu í Þjóðardeild UEFA í kvöld klukkan 18:45 á Laugardalsvelli.
Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ólafsvíkur er mættur á völlinn og hann býst við hörku leik eftir hamfarirnar í Sviss á laugardaginn.
Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ólafsvíkur er mættur á völlinn og hann býst við hörku leik eftir hamfarirnar í Sviss á laugardaginn.
„Ég held að þetta verði bara góður leikur og við munum sýna betri leik en síðast og ég held að Belgarnir þurfi að hafa mikið fyrir að vinna okkur í kvöld."
Ejub segir liðið vera með mikinn karakter og á ekki von á að liðið spili jafn illa og á laugardaginn á næstunni.
„Það er kannski gott að fá svona áminningu og ég held að þetta gerist ekki aftur, allavega ekki á næstunni. Þetta lið er með mikinn karakter og ég held að þeir sýni flotta frammistöðu í kvöld og ganga stoltir frá borði."
Belgía er með stútfullt lið af leikmönnum sem eru að spila með stærstu liðum heims, Ejub telur að Íslenska liðið hafi sýnt það á síðustu árum að þeir geti gefið svona stórstjörnum alvöru leik.
„Við höfum oft spilað á móti stórstjörnum og höfum gefið þeim rosalega góðan leik. Við erum með góða liðsheild sem getur alveg staðið í stórstjörnum."
Athugasemdir