Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 11. september 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Stærsta tap í sögu Tékka - Þjálfarinn rekinn
Karel Jarolim.
Karel Jarolim.
Mynd: Getty Images
Tékkland tapaði 5-1 gegn Rússlandi í vináttuleik í gær en þetta er stærsta tap tékkneska landsliðsins síðan landið öðlaðist sjálfstæði árið 1993.

Karel Jarolim var í kjölfarið rekinn úr starfi sem landsliðsþjálfari í dag.

Tékkar töpuðu einnig 2-1 gegn Úkraínu í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í síðustu viku.

Hinn 62 ára gamli Karel mistókst einnig að koma Tékkum á HM og nú fær nýr þjálfari að spreyta sig með liðið.

„Mér líður hræðilega. Ég verðskulda aftöku hjá almenningi. Þetta er allt mér að kenna," sagði Karel eftir leikinn í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner