Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   mið 11. september 2019 20:47
Brynjar Ingi Erluson
Baldvin Borgars: Ef þú miðar upp í skýin þá nærðu kannski upp á þakið
Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis
Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis
Mynd: Heimavöllurinn
Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis, var skiljanlega afar hress eftiir að liðið tryggði sæti sitt í 3. deild karla í kvöld.

Ægismenn tryggðu sæti sitt í þriðju deild en liðið vann Kormák/Hv0t 3-0 og samanlagt 4-1 í tveimur leikjum og er nú komið í úrslitaleik 4. deildarinnar.

„Menn þurfa að fagna þegar menn vinna og komast upp um deild. Ég er rennandi blautur," sagði Baldvin við Magnús Val Böðvarsson á Fótbolta.net.

„Við vorum frábærir í dag og ég er sáttur með strákana og við gerðum allt sem við lögðum upp með, spiluðum okkar leik og létum boltann ganga."

„Við erum með frábært lið og frábæra leikmenn. Við erum búnir að leggja mikla vinnu í sumarið og veturinn líka og erum með ákveðin grunn. Okkur finnst við vera með besta liðið í deildinni og ánægjulegt að tryggja okkur upp og sýna það. Við erum alla vega með eitt af tveimur bestu liðunum."

„Vonandi. Við eigum eftir að setjast niður og ræða hlutina fyrir næsta tímabil. Ég var sjálfur að semja aftur við Aftureldingu með yngri flokkana og sinna þessu jafnvel betur en ég er að gera núna."

„Eins og góður maður sagði við mig einu sinni að ef þú miðar upp í skýing þá nærðu kannski upp á þakið en ef þú miðar á þakið þá nærðu varla frá jörðinni," sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner