Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mið 11. september 2019 20:47
Brynjar Ingi Erluson
Baldvin Borgars: Ef þú miðar upp í skýin þá nærðu kannski upp á þakið
Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis
Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis
Mynd: Heimavöllurinn
Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis, var skiljanlega afar hress eftiir að liðið tryggði sæti sitt í 3. deild karla í kvöld.

Ægismenn tryggðu sæti sitt í þriðju deild en liðið vann Kormák/Hv0t 3-0 og samanlagt 4-1 í tveimur leikjum og er nú komið í úrslitaleik 4. deildarinnar.

„Menn þurfa að fagna þegar menn vinna og komast upp um deild. Ég er rennandi blautur," sagði Baldvin við Magnús Val Böðvarsson á Fótbolta.net.

„Við vorum frábærir í dag og ég er sáttur með strákana og við gerðum allt sem við lögðum upp með, spiluðum okkar leik og létum boltann ganga."

„Við erum með frábært lið og frábæra leikmenn. Við erum búnir að leggja mikla vinnu í sumarið og veturinn líka og erum með ákveðin grunn. Okkur finnst við vera með besta liðið í deildinni og ánægjulegt að tryggja okkur upp og sýna það. Við erum alla vega með eitt af tveimur bestu liðunum."

„Vonandi. Við eigum eftir að setjast niður og ræða hlutina fyrir næsta tímabil. Ég var sjálfur að semja aftur við Aftureldingu með yngri flokkana og sinna þessu jafnvel betur en ég er að gera núna."

„Eins og góður maður sagði við mig einu sinni að ef þú miðar upp í skýing þá nærðu kannski upp á þakið en ef þú miðar á þakið þá nærðu varla frá jörðinni," sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner