Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 11. september 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Faðir Mount hló að sögum um að sonur sinn væri ósáttur
Tammy Abraham og Mason Mount.
Tammy Abraham og Mason Mount.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, þvertekur fyrir það að Mason Mount sé ósáttur við kaupin á Kai Havertz frá Bayer Leverkusen.

Havertz, sem er 21 árs, skrifaði undir fimm ára samning við Chelsea í síðustu viku. Kaupverðið hljóðar upp á 72 milljónir punda en það gæti hækkað upp í 90 milljónir punda með árangurstengdum greiðslum. Havertz er því dýrasti leikmaðurinn í sögu Chelsea.

Mount, sem er á sama aldri og Havertz, spilaði 53 leiki á síðustu leiktíð. Hann leikur svipaða stöðu á vellinum og Havertz og talað hefur verið um að hann sé ósáttur við kaupin. Lampard segir það fjarri sannleikanum.

„Ég sá söguna og hún var algerlega skálduð," sagði Lampard á fréttamannafundi.

„Ég verð sanngjarn þegar ég vel liðið. Ég vel ekki liðið á því hverjir koma úr akademíunni, ég mun velja þá sem eiga skilið að spila."

Faðir Mount fannst þessi saga fyndin eins og sjá má hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner