Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 11. september 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Landsliðsþjálfarinn fylgist með hinni 16 ára gömlu Amöndu
Amanda í leik með Nordsjælland í Danmörku.
Amanda í leik með Nordsjælland í Danmörku.
Mynd: Nordsjælland
Landsliðshópur kvenna fyrir leiki gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM var valinn í gær.

Hin sextán ára gamla Amanda Andradóttir hefur byrjað vel hjá Nordsjælland í Danmörku og Jón Þór fylgist með henni. Hún er ekki í hópnum að þessu sinni.

„Hún er einn af fjölmörgum ungum og efnilegum leikmönnum. Við erum með hóp af ungum leikmönnum sem eru að gera góða hluti. Hún er spennandi leikmaður sem verður gaman að fylgjast með áfram," sagði Jón Þór í samtali við Fótbolta.net í gær.

Amanda, sem er fædd árið 2003, flutti til Danmerkur á síðasta ári eftir að hafa spilað með yngri flokkum Vals. Hún gekk í raðir Fortuna Hjörring og var þar í U18 liðinu. Hún samdi við Nordsjælland í sumar og er þar í aðalliðinu.

Hún hefur spilað með yngri landsliðum Íslands og er mjög efnilegur miðjumaður.

Viðtalið er í heild sinni hér að neðan.
Jón Þór: Hefðum vel getað valið þessa leikmenn fyrr í landsliðið
Athugasemdir
banner