Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   sun 11. september 2022 17:05
Hafliði Breiðfjörð
Birgir: Tók fake shot með vinstri og hitti hann með hægri
Birgir fagnar markinu sínu í dag.
Birgir fagnar markinu sínu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Birgir skorar markið.
Birgir skorar markið.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Þetta var rosalega sætt og rosalega flott frammistaða hjá liðinu. Ég er ógeðslega stoltur af strákunum, hvað þeir sýndu inni á vellinum. Við gáfum allt í þennan leik og þá fer þetta svona," sagði Birgir Baldvinsson bakvörður Leiknis eftir 1 - 0 heimasigur á Val í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 Valur

Leiknir hafði tapað 9 - 0 úti fyrir Víkingi í miðri viku en það var allt annað að sjá til liðsins í dag.

„Við vissum að við þyrftum að sanna okkur og við vissum að við værum betri en þetta. Það hefur gerst oft í fótbolta að lið tapi 9-0 en við sýndum alvöru karakter að koma til baka eftir svona tap. Ég er stoltur af liðinu."

Zean Dalügge leikmaður Leiknis fékk að líta rauða spjaldið á 19. mínútu fyrir fáránlegt brot út við hliðarlínu sem var algjör óþarfi en skildi þar með liðsfélagana eftir í enn meiri vandræðum manni færri.

„Ég sá þetta ekki almennilega en var samt aðeins að mótmæla þessu eins og maður gerir alltaf. Ég er viss um að þetta hafi verið rétt hjá Helga (Mikael Jónassyni dómara), mér fannst hann dæma þennan leik mjög vel. Þetta var brekka en strákarnir gáfu allt í þetta og það skilaði þessum sigri. Við hlupum endalaust og vorum duglegir og það sýnir sig að það skilar alltaf á endanum."

Eftir síðasta leik hélt ég að þið væruð hættir og sáttir við að falla en það er aldeilis ekki eftir frammistöðuna í dag?

„Nei, Leiknir er ekki þannig, við gefumst ekki upp. Við vorum búnir að ákveða að sýna hvað við getum og gerðum það svo sannarlega í dag."

Birgir skoraði sjálfur sigurmarkið í leiknum eftir sendingu frá Davíð Júlían Jónssyni.

„Ég bað um boltann frá Davíð á miðjunni og svo sá ég Birki koma svo ég ákvað að taka fake shot með vinstri og hitti hann svo með hægri og sá hann fara framhjá honum í markinu og sá hann inni. Ég var ekki viss hvort hann hafi farið inn fyrst en svo sá ég alla fagna og fór og fagnaði."


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner