Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   sun 11. september 2022 17:05
Hafliði Breiðfjörð
Birgir: Tók fake shot með vinstri og hitti hann með hægri
Birgir fagnar markinu sínu í dag.
Birgir fagnar markinu sínu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Birgir skorar markið.
Birgir skorar markið.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Þetta var rosalega sætt og rosalega flott frammistaða hjá liðinu. Ég er ógeðslega stoltur af strákunum, hvað þeir sýndu inni á vellinum. Við gáfum allt í þennan leik og þá fer þetta svona," sagði Birgir Baldvinsson bakvörður Leiknis eftir 1 - 0 heimasigur á Val í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 Valur

Leiknir hafði tapað 9 - 0 úti fyrir Víkingi í miðri viku en það var allt annað að sjá til liðsins í dag.

„Við vissum að við þyrftum að sanna okkur og við vissum að við værum betri en þetta. Það hefur gerst oft í fótbolta að lið tapi 9-0 en við sýndum alvöru karakter að koma til baka eftir svona tap. Ég er stoltur af liðinu."

Zean Dalügge leikmaður Leiknis fékk að líta rauða spjaldið á 19. mínútu fyrir fáránlegt brot út við hliðarlínu sem var algjör óþarfi en skildi þar með liðsfélagana eftir í enn meiri vandræðum manni færri.

„Ég sá þetta ekki almennilega en var samt aðeins að mótmæla þessu eins og maður gerir alltaf. Ég er viss um að þetta hafi verið rétt hjá Helga (Mikael Jónassyni dómara), mér fannst hann dæma þennan leik mjög vel. Þetta var brekka en strákarnir gáfu allt í þetta og það skilaði þessum sigri. Við hlupum endalaust og vorum duglegir og það sýnir sig að það skilar alltaf á endanum."

Eftir síðasta leik hélt ég að þið væruð hættir og sáttir við að falla en það er aldeilis ekki eftir frammistöðuna í dag?

„Nei, Leiknir er ekki þannig, við gefumst ekki upp. Við vorum búnir að ákveða að sýna hvað við getum og gerðum það svo sannarlega í dag."

Birgir skoraði sjálfur sigurmarkið í leiknum eftir sendingu frá Davíð Júlían Jónssyni.

„Ég bað um boltann frá Davíð á miðjunni og svo sá ég Birki koma svo ég ákvað að taka fake shot með vinstri og hitti hann svo með hægri og sá hann fara framhjá honum í markinu og sá hann inni. Ég var ekki viss hvort hann hafi farið inn fyrst en svo sá ég alla fagna og fór og fagnaði."


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner