Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 11. september 2022 17:05
Hafliði Breiðfjörð
Birgir: Tók fake shot með vinstri og hitti hann með hægri
Birgir fagnar markinu sínu í dag.
Birgir fagnar markinu sínu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Birgir skorar markið.
Birgir skorar markið.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Þetta var rosalega sætt og rosalega flott frammistaða hjá liðinu. Ég er ógeðslega stoltur af strákunum, hvað þeir sýndu inni á vellinum. Við gáfum allt í þennan leik og þá fer þetta svona," sagði Birgir Baldvinsson bakvörður Leiknis eftir 1 - 0 heimasigur á Val í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 Valur

Leiknir hafði tapað 9 - 0 úti fyrir Víkingi í miðri viku en það var allt annað að sjá til liðsins í dag.

„Við vissum að við þyrftum að sanna okkur og við vissum að við værum betri en þetta. Það hefur gerst oft í fótbolta að lið tapi 9-0 en við sýndum alvöru karakter að koma til baka eftir svona tap. Ég er stoltur af liðinu."

Zean Dalügge leikmaður Leiknis fékk að líta rauða spjaldið á 19. mínútu fyrir fáránlegt brot út við hliðarlínu sem var algjör óþarfi en skildi þar með liðsfélagana eftir í enn meiri vandræðum manni færri.

„Ég sá þetta ekki almennilega en var samt aðeins að mótmæla þessu eins og maður gerir alltaf. Ég er viss um að þetta hafi verið rétt hjá Helga (Mikael Jónassyni dómara), mér fannst hann dæma þennan leik mjög vel. Þetta var brekka en strákarnir gáfu allt í þetta og það skilaði þessum sigri. Við hlupum endalaust og vorum duglegir og það sýnir sig að það skilar alltaf á endanum."

Eftir síðasta leik hélt ég að þið væruð hættir og sáttir við að falla en það er aldeilis ekki eftir frammistöðuna í dag?

„Nei, Leiknir er ekki þannig, við gefumst ekki upp. Við vorum búnir að ákveða að sýna hvað við getum og gerðum það svo sannarlega í dag."

Birgir skoraði sjálfur sigurmarkið í leiknum eftir sendingu frá Davíð Júlían Jónssyni.

„Ég bað um boltann frá Davíð á miðjunni og svo sá ég Birki koma svo ég ákvað að taka fake shot með vinstri og hitti hann svo með hægri og sá hann fara framhjá honum í markinu og sá hann inni. Ég var ekki viss hvort hann hafi farið inn fyrst en svo sá ég alla fagna og fór og fagnaði."


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner