sun 11. september 2022 13:06
Sverrir Örn Einarsson
Byrjunarlið Keflavíkur og Víkings: Adam Ægir má ekki spila
Adam Ægir Pálsson er fjarri góðu gamni í dag.
Adam Ægir Pálsson er fjarri góðu gamni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heil umferð fer fram í Bestu deild karla í dag en flautað verður til leiks á öllum völlum nú klukkan 14. Í Keflavík taka heimamenn á móti liði Víkinga í leik sem verður að teljast gríðarlega miklvægur fyrir bæði lið. Keflvíkingar eiga í harðri baráttu um sjötta og síðasta sætið í efri riðli deildarinnar og þurfa þrjú stig til að halda vonum sínum á lifi. Á sama tíma mega Víkingar ekki við því að tapa stigum í eltingarleiknum við topplið Breiðabliks ætli þeir sér að eiga minnsta möguleika á að verja titil sinn frá því í fyrra.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Víkingur R.

Heimamenn gera eina breytingu frá liðinu sem vann Stjörnuna á dögunum. Adam Ægir Pálsson er á láni hjá Keflavík frá Víkingum og má því ekki spila. Arnar Gunnlaugsson er ekki að breyta liði sem vinnur 9-0 sigur og stillir upp sama byrjunarliði og gegn Leikni.

Byrjunarlið Keflavíkur
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f)
6. Sindri Snær Magnússon
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
9. Adam Árni Róbertsson
10. Kian Williams
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson
26. Dani Hatakka
77. Patrik Johannesen

Byrjunarlið Víkinga
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed
17. Ari Sigurpálsson
18. Birnir Snær Ingason
20. Júlíus Magnússon (f)

Beinar textalýsingar:
14:00 KA - Breiðablik
14:00 FH - ÍA
14:00 KR - Stjarnan
14:00 Keflavík - Víkingur
14:00 ÍBV - Fram
14:00 Leiknir - Valur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner