Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. september 2022 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Merson hefur fulla trú á að Liverpool verði meðal fjögurra efstu
Paul Merson
Paul Merson
Mynd: Getty Images
Paul Merson, sparkspekingur á Sky Sports segist ekki hafa áhyggjur af því að Liverpool verði ekki meðal fjögurra efstu liða í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool hefur ekki byrjað tímabilið vel. Mohamed Salah heur verið ólíkur sjálfum sér eins og svo margir aðrir í liðinu.

Liðið gerði markalaust jafntefli við Everton síðustu helgi og tapaði svo fyrir Napoli, 4-1, í Meistaradeild Evrópu nokkrum dögum síðar.

Jürgen Klopp, stjóri liðsins, breytti leikkerfinu og virðist það ekki alveg vera að ganga eins og vonast var eftir. Merson hefur þó enga trú á öðru en að Liverpool lagi vandamálin og tryggi sæti sitt í Meistaradeildinni í lok tímabilsins.

„Ég hef fulla trúa því að Liverpool lagi vandamál sín og tryggi sæti í Meistaradeild Evrópu," sagði Merson.

„Það er of snemmt að segja auðvitað en Liverpool, Manchester City, Arsenal og Tottenham verða meðal fjögurra efstu," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner