Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 11. október 2018 11:00
Arnar Helgi Magnússon
UEFA hækkar greiðslur til þáttökulanda í Þjóðadeildinni - KSÍ fær 100 milljónir
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA gaf það út í morgun að sambandið hefur ákveðið að hækka greiðslur til þeirra þjóða sem leika í Þjóðadeildinni. Þær þjóðir sem leika í A-deild, græða mest á keppninni og síðan koll af kolli.

Ísland og þær þjóðir sem leika í A-deild áttu upphaflega að fá 1,5 milljón evra hver. Eftir hækkunina fer upphæðin upp í 2,25 milljónir evra sem gerir 100 miljóna króna hækkun.

Þau lið sem leika í B,C og D deildum Þjóðadeildarinnar fá einnig hækkun en þó ekki jafn mikla.

UEFA ákvað einnig að hækka vinningsupphæðina en sigurvegari deildarinnar átti að fá 4,5 milljónir evra en sú upphæð hefur verið hækkuð í 6 milljónir evra.

Nánari upplýsingar um greiðslurnar má sjá hér.

Eins og kunnugt er tapaði Ísland fyrstu tveimur leikjunum í Þjóðadeildinni sannfærandi í síðasta mánuði en liðið á harm að hefna gegn Svisslendingum sem mæta á Laugardalsvöll á mánudaginn kemur.
Athugasemdir
banner
banner
banner