Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 11. október 2019 20:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vítaspyrna réði úrslitum í tapi gegn Heimsmeisturunum
Icelandair
Hrikalega svekkjandi tap.
Hrikalega svekkjandi tap.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Giroud skoraði sigurmark Frakklands.
Giroud skoraði sigurmark Frakklands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 0 - 1 Frakkland
0-1 Olivier Giroud ('66, víti)
Lestu nánar um leikinn

Vítaspyrnumark Olivier Giroud réði úrslitum þegar Heimsmeistarar Frakklands mættu Íslandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2020.

Rúmur klukkutími var liðinn af leiknum þegar Antoine Griezmann féll í teignum eftir viðskipti við Ara Frey Skúlason. Rocchi, dómari frá Ítalíu, benti á vítapunktinn og á hann fór Giroud. Hannes fór í rangt horn og boltinn örugglega í markið.

Stuðningsmenn Íslands bauluðu á Griezmann í hvert skipti sem hann fékk boltann eftir vítaspyrnudóminn.

Íslendingar höfðu barist hetjulega fram að þessu og varist vel. Íslenska liðið átti einnig góða spretti inn á milli og átti til dæmis varamaðurinn Jón Daði Böðvarsson fína marktilraun eftir um hálftíma. Steven Mandanda gerði vel í því tilviki og hélt skoti Selfyssingsins.

Frakkarnir voru hins vegar sterkir eftir markið sitt og óheppnir að bæta ekki við öðru. Blaise Matuidi átti skot í stöngina og varði Hannes Þór vel frá Wissam Ben Yedder.

Lokatölur voru 1-0 fyrir Heimsmeistara Frakkland; grautfúlt tap hjá okkar mönnum.

Aðrir leikir í riðlinum
Ísland er áfram í þriðja sæti riðilsins með 12 stig og er Frakkland í öðru sæti með 18 stig.

Í öðrum leikjum riðilsins sem fóru fram í kvöld þá vann Tyrkland dramatískan sigur á Albaníu, og Andorra hafði betur gegn Moldóvu, 1-0. Marc Vales gerði sigurmarkið þar.

Tyrkland er á toppnum í riðlinum með 18 stig, eins og Frakkland. Albanía er með níu stig, og eru Moldóva og Andorra með þrjú stig.

Tyrkland 1 - 0 Albanía
1-0 Cenk Tosun ('90)

Andorra 1 - 0 Moldóva
1-0 Marc Vales ('63 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner