Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. október 2020 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eriksen á hraðri niðurleið - „Nennir ekki að hlaupa lengur"
Icelandair
Eriksen á landsliðsæfingu.
Eriksen á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Christian Eriksen er í byrjunarliði Danmerkur sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni í kvöld.

Eriksen er stærsta stjarnan í sterku liði Dana. Hann leikur með Inter á Ítalíu.

Talað var um Eriksen í upphitun Stöðvar 2 Sport fyrir leikinn. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA og fyrrum landsliðsmaður, segir að ferill Eriksen sé á hraðri niðurleið miðað við það sem áður var.

„Christian Eriksen er á hraðri niðurleið með ferilinn miðað við það var fyrir örfáum árum síðan," sagði Jói Kalli.

„Ég held að það sé að stærstu leyti vegna þess að hann nennir ekki að hlaupa lengur. Fótbolti er bara ekki þannig í dag að þú getur komist upp með að vera góður á boltanum en ekki nennt að hlaupa."

Eriksen er ekki mikið inn í myndinni hjá Inter þessa stundina. Hann hefur talað um það í fjölmiðlum að hann muni ekki sætta sig við bekkjarsetu.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner