Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. október 2020 12:54
Brynjar Ingi Erluson
Giroud um ummæli Benzema: Ég hló
Olivier Giroud spilaði 100. landsleikinn á dögunum og er nú annar markahæsti leikmaður landsliðsins
Olivier Giroud spilaði 100. landsleikinn á dögunum og er nú annar markahæsti leikmaður landsliðsins
Mynd: Getty Images
Franski framherjinn Olivier Giroud segist ekki hafa tekið ummæli Karim Benzema nærri sér en hann líkti Giroud við go kart bíl á Instagram Live.

Giroud er þessa stundina með franska landsliðinu en hann varð á dögunum 2. markahæsti leikmaðurinn í sögu landsliðsins og þá spilaði hann 100. landsleik sinn.

Saga Benzema með landsliðinu er sorgleg. Hann var frábær með landsliði sínu en hefur ekki verið valinn frá því hann reyndi að hafa pening af Mathieu Valbuena er þeir voru liðsfélagar hjá franska landsliðinu árið 2015.

Benzema ræddi Giroud á Instagram á dögunum en hann sagðist vera bíll í Formúlu 1 á meðan Giroud væri go kart bíll. Giroud er ekki pirraður yfir þessum orðum Benzema.

„Ég hló. Ég tók þessu ekkert nærri mér. Ferill minn í franska landsliðinu hefði sennilega verið betri ef við hefðum spilað saman frammi en við munum því miður aldrei fá að vita það," sagði Giroud við TF1.
Athugasemdir
banner
banner