Franska stórstjarnan Kylian Mbappe sást á næturklúbbi í Stokkhólmi á meðan liðsfélagar hans í franska landsliðinu spiluðu við Ísrael í Þjóðadeildinni í gær.
Aftonbladet segir frá því að hinn 25 ára gamli Mbappe hafi sést ásamt vinum sínum í Stokkhólmi. Hann fór fyrst á fínan veitingastað áður en hann skellti sér á skemmtistað.
Það hefur myndast umræða í það Frakklandi af hverju Mbappe sé ekki í landsliðshópnum.
Hann hefur verið að glíma við meiðsli en spilaði með Real Madrid rétt fyrir landsleikjahlé. Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, sagðist sjálfur hafa tekið ákvörðun um að velja Mbappe ekki þar sem hann væri ekki 100 prósent heill.
Frakkland vann 1-4 sigur gegn Ísrael í gærkvöldi; það gekk vel í fjarveru stórstjörnunnar.
Athugasemdir